Veiðitölur
Smelltu hér til að gerast áskrifandi að angling fréttum
16. júní 2016

Veiðitölur 2016

Í rúman áratug hefur Landssamband veiðifélaga  safnað vikulega veiðitölum úr 25 ám. Veiðitölum er safnað hvert miðvikudagskvöld og eru þær  birtar á heimasíðu Lv, angling.is og jafnframt á síðu 322 á textavarpinu.  Veiðin hefur farið mjög vel af stað og eru viðmælendur okkar allir sammála um að laxar koma mjög vel haldnir úr hafi og beri greinilega  vitni um gott fæðuframboð og góð skilyrði á undan-syntum dvalarslóðum.  Blanda hefur gefið 302 laxa sem er margfallt meiri veiði sé miðað við svipaðan tíma í fyrra en þá var búið að veiða 59 laxa. Veiði hefur einnig farið vel af stað í Norðurá en á hádegi miðvikudags var búið að veiða 213 laxa. Veiðin í Norðurá var 65 laxar á svipuðum tíma í fyrra. Veiðin í Þverá og Kjarará byrjar jafnframt mjög vel og er veiðin 162 laxar samanborið við 62 laxa á svipuðum tíma í fyrra. 

Veiði hófst í Miðfjarðará í dag og gekk vel  en 31 lax veiddust. Fnjóská opnaði í gær þriðjudag og komu 6  laxar á opnunardag og samtals með veiðinni í dag hafa alls 9 laxar veiðst.

Á næstu dögum og vikum opna fleiri ár og verður áhugavert að fylgjast með.  Það er fullsnemmt að spá fyrir um þróun mála enda fjölmargt sem getur haft áhrif á veiði. En vonandi gefur þessi veiði í upphafi veiðitímabils góð fyrirheit um það sem koma skal en bæði heimtur úr hafi og ástand laxa gefa tilefni til bjartsýni.