Veiðitölur
Smelltu hér til að gerast áskrifandi að angling fréttum
13. júní 2016

Lax- og silungsveiðin 2015 - samantekt komin út

Laxveiðin á árinu 2015 var sú fjórða mest sem skráð hefur verið frá upphafi en alls veiddust 71.708 í íslenskum laxveiðiám sumarið 2015. Af þeim var 28.120 (39,2%) sleppt aftur og var heildarfjöldi landaðra stangveiddra laxa (afli) því 43.588 laxar. Af veiddum löxum var meiri hluti þeirra eða alls 61.576 með eins árs sjávardvöl (smálaxar) (85,8%) en 10.132 (14,2%) laxar með tveggja ára sjávardvöl eða lengri (stórlaxar). Alls var þyngd landaðra laxa (afla) í stangveiði 109.713 kg.

Villtur lax © Sumarliði Óskarsson
 

Sumarið 2015 veiddust flestir laxar í Ytri-Rangá alls 8.802 laxar, næst flestir í Miðfjarðará 5.911 og í þriðja sæti var Blanda og Svartá í Húnavatnssýslu með 5.425 laxa. Hlutfall villtra smálaxa sem var sleppt var alls 42,8%  og 70% villtra stórlaxa.

Í netaveiði var aflinn 6.180 laxar sumarið 2015, sem samtals vógu 15.388 kg. Netaveiði var mest á Suðurlandi en þar veiddust 5.964 lax í net. Flestir þeirra veiddust í Þjórsá 3.889 laxar, 1.259 í Ölfusá og 767 í Hvítá í Árnessýslu. Á vatnasvæði Hvítár í Borgarfirði veiddust nú 90 laxar í net en þar hefur einungis verið veitt í fá net frá árinu 1991. Netaveiði í ám í öðrum landshlutum var 126 laxar samanlagt.

 

Heildarafli landaðra laxa (afla) í stangveiði og netaveiði samanlagt var 49.768 laxar og var aflinn alls 125.101 kg.

Líkt og undanfarin ár var umtalsverð veiði á laxi í ám þar sem veiði byggist á sleppingu gönguseiða og var hún alls 13.806 laxar sem er um 19% af heildarstangveiðinni. Þegar litið er til þróunar í veiði úr íslenskum ám breytir þessi fjöldi myndinni umtalsvert.

 

Sjá nánar.

 

Þessa frétt er að finna á vef Veiðimálastofnunar