Veiðitölur
Smelltu hér til að gerast áskrifandi að angling fréttum
29. október 2004

Góð laxveiði 2004

Að afloknu veiðisumri stendur nú yfir samantekt og skráning veiðitalna úr lax- og silungsveiði. Skráning laxveiði hér á landi er með því besta sem gerist hjá laxveiðiþjóðum en enn vantar nokkuð á að skráning silungsveiði.  Fyrir veiðitíma hvers árs sendir Veiðimálastofnun veiðibækur til skráningaraðila. Að veiðitíma loknum skal senda veiðibækurnar til Veiðimálastofnunar til úrvinnslu. Þær þarf að merkja skilmerkilega með nafni vatnsfalls, veiðifélags og sendanda.

 

Senda má ljósrit af bókunum. Veiðibækur eru jafnan sendar til veiðiréttarhafa að úrvinnslu lokinni en þær eru heimildir um veiði og mikilvægt að þar séu varðveittar á vísum stað.

 

Til að flýta fyrir samantekt og úrvinnslu veiðitalna eru hlutaðeigandi beðnir að koma veiðibókum til Veiðimálastofnunar sem allra fyrst. Mikilvægt er að veiðibækur séu skilmerkilega útfylltar til að auðvelda tölvuskráningu og flýta fyrir úrvinnslu.  Skráning veiði er mikilvæg við að fylgjast með þeim breytingum sem á fiskstofnum verða svo hægt sé að nýta þá á sem skynsamlegastan hátt og er veiðiskráning einnig oftlega notuð til að meta verðmæti veiða hvort sem er til útleigu eða til að skipta arði milli veiðiréttareigenda.  Mælst er til að allir veiddir fiskar séu lengdarmældur og þá ekki síst þeir fiskar sem sleppt er aftur þar sem auðveldara að bregða á þá máli en vog.

 

Hjá Veiðimálastofnun er hægt að fá heildarsamantekt yfir veiði á landinu sumarið 2003 og ber sú samantekt heitið “Lax- og silungsveiðin 2003”. Sú samantekt er aðgengileg á heimasíðu Veiðimálastofnunar:  http://www.veidimal.is. Samantekt veiðinnar 2004 verður birt á sama hátt þegar hún liggur fyrir.  Til að auðvelda samskipti við veiðiréttarhafa er þess hér með óskað að fá netföng þeirra sem hafa umsjón með skráningu veiðinnar. Það má færa inn á kápu veiðibókarinnar eða að senda til Veiðimálastofnunar á netfangið: gudni.gudbergsson@veidimal.is

 

 

Þessa frétt er að finna á vef Veiðimálastofnunar veidimal.is