Veiðitölur
Smelltu hér til að gerast áskrifandi að angling fréttum
29. október 2004

Haustfundur Veiðimálastofnunar

Haustfundur Veiðimálastofnunar verður föstudaginn 29. október.  "Þar verður farið yfir það sem efst er á baugi hjá okkur.  Í lok góðs veiðisumars er rétt að staldra við og gera veiðinni góð skil.  Þá er nýkomin út afar fróðleg og góð skýrsla um verðmæti stangveiða sem að Hagfræðistofnun háskólans vann fyrir Landsamband veiðifélaga.  Þar kemur vel fram hversu mikilvæg auðlind veiðistofnar okkar eru í ám og vötnum.  Samhliða þeirri skýrslu tók Veiðimálastofnun saman skýrslu um stöðu fiskstofna í ám og vötnum, sem verður gerð betri skil síðar.  Aðalatriði þeirrar skýrslu er að við þurfum að fylgjast betur með fiskistofnum okkar og auka þekkingu okkar á vissum sviðum t.d. er varðar sjávardvöl laxins og hvað veldur afföllum lax í sjó.  Á fundinum verður farið yfir stöðu rannsókna á laxi í sjó og hvað er framundan í þeim efnum".

 

Þessa frétt er að finna á vef Veiðimálastofnunar veidimal.is