Veiðitölur
Smelltu hér til að gerast áskrifandi að angling fréttum
27. október 2004

Aðalfundur Landssambands Stangaveiðifélaga

Aðalfundur Landssambands Stangaveiðifélaga verður haldinn laugardaginn 20. nóvember næstkomandi að Kirkjubraut 40, 3. hæð - Akranesi.


Dagskrá fundarins verður sem hér segir:

1. Tilnefning fundarstjóra og fundarritara
2. Skýrsla formanns
3. Ársreikningur L.S.
4. Skýrslur nefnda
5. Fréttir frá aðildarfélögunum
6. Ályktunartillögur
7. Kosning stjórnar og skoðunarmanna
8. Ákvörðun aðildargjalda
9. Önnur mál.


Stangaveiðifélag Reykjavíkur hvetur félagsmenn til að mæta á fundinn og taka þátt í umræðum sem þar fara fram.  Þeir sem hafa áhuga á að sitja fundinn eru vinsamlegast beðnir að setja sig í samband við framkvæmdastjóra félagsins, Berg, í síma 581-3425.

 

Þessa frétt er að finna á vef Stangveiðifélags Reykjavíkur svfr.is (22.10.2004)