Veiðitölur
Smelltu hér til að gerast áskrifandi að angling fréttum
27. október 2004

300 þúsund eldisfiskar hafa sloppið úr norskum stöðvum á þessu ári

Alls hafa um 300 þúsund eldisfiskar sloppið úr norskum fiskeldisstöðvum það sem af er árinu. Þar af sluppu um 200 þúsund fiskar í einu tilviki í síðasta mánuði er bátur sigldi á eldiskví í Rogalandsfylki. Hefði það slys ekki orðið mætti segja að norskir fiskeldismenn gætu verið ánægðir með árangur ársins í baráttunni við að koma í veg fyrir að eldisfiskar sleppi úr eldiskvíum.

Samkvæmt tölum norsku fiskistofunnar höfðu alls 293 þúsund eldislaxar og regnbogasilungar sloppið úr eldisstöðvum á árinu fram til 10. október sl. Því til viðbótar höfðu 4100 eldisþorskar og 700 eldislúður fundið frelsið utan kvía í norskum fjörðum. Talsmaður Fiskistofunnar segir reyndar að vitað sé um nokkur smærri tilvik eftir 10. október þannig að tala strokufiska hafi hækkað nokkuð síðan þá að því er fram kemur í frétt IntraFish.

Árangur norskra fiskeldismanna, fyrir utan slysið í Rogalandi, er mjög athyglisverður og talsmaður Fiskistofunnar segir að þar sé alfarið mannlegum mistökum um að kenna. Báturinn, sem sigldi á eldiskvína, var í föstum ferðum um svæðið og áhöfnin vissi um kvína. Á móti kemur að ekki var ratsjársvari á kvínni en það hefði getað vakið athygli skipverja á því að þeir voru utan hefðbundinnar siglingarleiðar.

 

Þessa frétt er að finna á vefnum skip.is (27.10.2004)