Veiðitölur
Smelltu hér til að gerast áskrifandi að angling fréttum
4. október 2004

Orri Vigfússon í hópi evrópskra hetja ársins 2004 að mati tímaritsins Time

Evrópuútgáfa bandaríska fréttatímaritsins Time hefur valið þá Evrópumenn, Afríkubúa og Miðausturlandabúa, sem það telur hafa skarað fram úr á þessu ári varðandi hetjuskap. Í þessum hópi er Orri Vigfússon, formaður Verndarsjóðs villtra laxastofna, og segir blaðið Orra vera ástríðufullan stangveiðimann sem reyni að hefur í rúman áratug unnið að því að gera samninga við sjómenn, um að þeir hætti að veiða villtan lax í úthöfunum gegn greiðslu.

 

Þetta er í annað skipti sem tímaritið Time birtir slíkan lista.

Fram kemur í tilkynningu frá tímaritinu, að skilgreining þess á hetjuskap byggi á verðleikum og mannúð og gildi þess að yfirvinna andstöðu og hugsa ekki fyrst og fremst um eigin hagsmuni.

 

Á forsíðu tímaritsins eru ítölsku hjálparstarfsmennirnir Simona Torretta og Simona Pari, sem rænt var í Írak í september en fengu frelsi í síðustu viku.

Meðal þeirra, sem komast á lista Time yfir helstu hetjur ársins, eru Marokkómaðurinn Hicham El Guerrouj, sem fékk tvenn verðlaun á ólympíuleikunum í sumar, þýska tenniskonan fyrrverandi Steffi Graf, sem hefur helgað krafta sína vinnu fyrir börn, breski rithöfundurinn - Nick Hornby sem m.a. hefur stofnað skóla fyrir einhverf börn, Vika og Olya Kallagova sem komust lífs af úr gíslatökunni í Beslan í Rússlandi, - Carla del Ponte, aðalsaksóknari mannréttindadómstóls Sameinuðu þjóðanna í Haag, rússneski hljómsveitarstjórinn Mstislav Rostropovítsj sem hefur unnið í þágu barna og breska leikkonan Emma Thompson sem hefur unnið í þágu HIV-smitaðra kvenna í Afríku. 

 

Þessa frétt er að finna á vefnum mbl.is (03.10.2004)