Veiðitölur
Smelltu hér til að gerast áskrifandi að angling fréttum
22. janúar 2013

Tvö tilboð bárust í veiðiréttinn í Norðurá

Bjarni Júlíusson, formaður Stangaveiðifélags Reykjavíkur, vonast til að 67 ára samstarfi félagsins og veiðifélags Norðurár verði fram haldið. Félagið var það eina sem skilaði formlegum tilboðum í veiðirétt í ánum í nýyfirstöðnu útboði.

„Við vorum með samning til tveggja ára um Norðurána en við ákváðum sameiginlega að stytta hann niður í eitt ár,“ segir Bjarni. „Þeir freistuðu gæfunnar og settu ána í útboð og tilboð voru síðan opnuð á sunnudaginn var.“ 

Norðurá í Borgarfirði.

Samningurinn sem sagt upp var upp hljóðaði upp á rúmar 100 milljónir á ári og ljóst er að landeigendur vonuðust eftir að fá hærra tilboð en það. Stangaveiðifélagið, sendi nú inn tvö tilboð í ána, annað upp á rúmar 76 milljónir, hitt upp á 83 milljónir.

 

Bjani segir að í útboðsgögnunum hafi komið fram að menn vilji byggja nýtt veiðihús. „Því var kannski ekki alveg lýst til hlítar hvernig það eigi að vera gert, og munurinn á tilboðunum helgast eiginlega á muninum á þeim tveimur þáttum.“

 

Haft er eftir Birnu G. Konráðsdóttur, formanni veiðifélags Norðurár, í Morgunblaðinu í dag að landeigendur hafi átt von á fleiri tilboðum. Þeir fari nú yfir stöðuna.

 

Þessa frétt er að finna á vef Morgunblaðsins