Veiðitölur
Smelltu hér til að gerast áskrifandi að angling fréttum
20. janúar 2013

Tilboð í Norðurá opnuð.

Tilboð, vegna útboðs á veiðirétti í Norðurá, Borgarfirði, voru opnuð hjá Lögmannsstofunni LEX klukkan 16-3o í dag (20/01). 

Viðstaddir voru þrír fulltrúar bjóðenda og sex manns frá Veiðifélagi Norðurár.

Þrjú tilboð bárust.  Eitt var frávikstilboð án þess að nein leiguupphæð væri nefnd.  Í raun aðeins boð um samningsviðræður.  Hin voru bæði á vegum SVFR, annað á vegum félagsins sjálfs.  Hitt á vegum einkahlutafélags í eigu SVFR. 

Boð SVFR hljóðaði upp á 76,5 miljónir fyrir árið 2014.  Boð einkahlutafélagsins var nokkru hærra, eða 83,5 miljónir, miðað við sama ár.  Gert er ráð fyrir fimm ára samningstíma, með verðtrygginu leiguupphæðar. Eins skal setja greiðslutrygginu fyrir leigunni.  Að frátöldum fjárhæðunum eru þessi boð mjög áþekk, þannig að mér virðist þessi leið vera valin til þess eins að geta skilað inn tveim misháum boðum.

Stjórn Veiðifélags Norðurár mun nú taka þessi boð til frekari athugunar og ákveða næstu skref í framhaldi af því.

                                                                                  Þorsteinn Þorsteinsson.