Veiðitölur
Smelltu hér til að gerast áskrifandi að angling fréttum
9. janúar 2013

Skýrslugrunnur Veiðimálastofnunar

Á síðasta ári var skýrslugrunnur Veiðimálastofnunar á netinu uppfærður. Þá voru skannaðar skýrslur stofnunarinnar sem áður voru eingöngu til á pappírsformi. Mest af þeim voru aðgengilegar á bókasafni Veiðimálastofnunar á Keldnaholti og á þremur starfsstöðvum úti á landi. Auk þess var haft samband við starfsmenn sem hættir voru störfum og fengnar skýrslur frá þeim.

Fjöldi útgefinna skýrslna 1990 - 2012

Á skýrslugrunni er hægt að leita að skýrslum eftir höfundum og útgáfuárum. Einnig er hægt að slá inn leitarorðum og opna pdf-útgáfu skýrslu. Þó er rétt að benda á að leitin er enn gölluð, en útbætur væntanlegar. Hægt er að skoða nýjustu skýrslurnar í sérstökum lista á upplýsingamiðstöð heimasíðunnar.

 

Markmið með þessari vinnu er að varðveita skýrslur Veiðimálastofnunar á rafrænu formi og gera þær aðgengilegar fyrir alla. Með því að yfirfæra opinberar upplýsingar og gögn á rafrænt form aukast möguleikar til auðveldari og ódýrari miðlunar gagna stofnunarinnar. Með því að koma skýrslunum á rafrænt form eru líkur á aukinni vinnuhagræðingu, sparnaði og auknum gæðum upplýsinga. Samfara aukinni sjálfvirkni í meðhöndlun gagnanna er hægt að einfalda ferlið frá söfnun til miðlunar.

 

Þessa frétt er að finna á vef Veiðimálastofnunar