Veiðitölur
Smelltu hér til að gerast áskrifandi að angling fréttum
15. nóvember 2012

Mýrarkvísl í útboð

Enn ein þekkta laxveiðiáin er að detta í útboð, nefnilega Mýrarkvísl í Reykjahverfi í Suður Þingeyjarsýslu. Þar var til skamms tíma félagið Salmon Tails með leigusamning, en félagið og VeiðifélagMýrarkvíslar  ákváðu að slíta samstarfinu.

Veiðifélag Mýrarkvíslar er nú að óska eftir tilboðum í ána til þriggja ára með möguleika á framlengingu. Tryggvi Óskarsson formaður VM og Árni Pétur Hilmarsson stjórnarmaður gefa eflaust nánari upplýsingar, en umsjónarmaður útboðsins er Þorgrímur Sigurðsson, (heidarbaer@simnet.is ) sem afhentir útboðsgögn eða tölvusendir þau.

 

Fyrir þá sem ekki þekkja til, þá er Mýrarkvísl stórfalleg lax- og silungsveiðiá sem rennur um Reykjaheiði og út í Laxá í Aðaldal við Heiðarenda. Veitt er á þrjár stangir í ánni. Þar veiddust eitthvað um 80 laxar og mikill fjöldi urriða á síðasta sumri.

 

Þessa frétt er að finna á vefnum Vötn og veiði