Veiðitölur
Smelltu hér til að gerast áskrifandi að angling fréttum
30. janúar 2012

Ísdorgveiði fyrir norðan

Þann 29 Janúar síðastliðinn var haldið dorgveiðimót í fínu veðri á Kringluvatni en það var um 5 stiga hiti og smá gola. Um 30 manns voru saman komnir á Kringluvatn í Reykjahverfi þar sem verslunin Veiðivörur stóð fyrir dorgveiðimóti. Veiðimenn voru heppnir með veður en það var um 3-5° hiti og smá gola auk þess sem menn voru að fá fínan afla. Kringluvatn er einmitt þekkt fyrir góða urriða sem veiðast einna helst í gegnum ís á veturna.

Veiðimaður með vænan urriða úr dorgveiði. Mynd ©Matthías Þór Hák
Mikil vakning virðist vera á dorgveiði norðan heiða en Stangaveiðifélag Akureyrar mun verða með kynningu á dorgveiði í Amaróhúsinu í kvöld, 30. janúar, kl. 20.00.

Sigurvegar mótsins með vænan urriða Mynd ©Matthías Þór Hák

 

Sjá nánar á heimasíðu Stangaveiðifélags Akureyrar - www.svak.is

Veiðimenn sem tóku þátt í dorgveiðimótinu á Kringluvatni. Mynd ©Matth. Þór Hákonarson

 

Þessa frétt er að finna á vef Veiðikortsins.