Veiðitölur
Smelltu hér til að gerast áskrifandi að angling fréttum
25. janúar 2012

Útboð á Haukadalsá.

Óvenju mikið hefur verið um útboð á góðum veiðiám það sem af er þessum vetri.  Nú er Haukadalsá neðan vatns að bætast í hópinn.

Veiðifélag Haukadalsár mun nú á næstunni auglýsa eftir tilboðum í ána, frá ósi í sjó, upp að Haukadalsvatni, sem er fimm stanga veiðisvæði.  Miðað er við að leigusamningur gildi í fjögur ár, frá upphafi veiðitímabils 2013 fram til loka veiðitímans árið 2016.  Veiðiréttur í Þverá verður ekki inni í þessu tilboði. 

Síðastliðið  sumar veiddust 667 laxar í Haukadalsánni, en meðalveiðin frá árinu 1974 er rétt tæpir 700 laxar.  Mest veiddist árið 1988 – alls 1232 laxar.  Minstur varð aflinn sumarið 1997, þá aðeins 331 fiskur.

Helgi Jóhannesson, hrl. hjá Lögmannsstofunni LEX ehf. mun hafa umsjón með útboðinu.  Til hans má sækja útboðsgögn á tímabilinu frá 1. febrúar fram til þess 10. sama mánaðar, gegn 25.000 kr. gjaldi.  Tilboð skulu hafa borist umsjónarmanni, ekki síðar en kl. 15:oo þann 7. mars næstkomandi, en þá verða tilboðin opnuð að viðstöddum þeim bjóðendum sem svo kjósa.