Veiðitölur
Smelltu hér til að gerast áskrifandi að angling fréttum
24. nóvember 2010

Erfðaauðlindir íslenskra ferskvatnsfiska

Föstudaginn 26. nóvember fer fram málþing um erfðaauðlindir íslenskra ferskvatnsfiska. Þingið verður haldið í Þjóðminjasafni Íslands og hefst kl. 13. Þar verða flutt forvitnileg erindi, m.a. mun Kristinn Ólafsson halda fyrirlestur um stofngerðir íslenska laxins, Leó Alexander Guðmundsson um erfðabreytileika laxins í Elliðaánum og Bjarni Kr. Kristjánsson um fjölbreytileika bleikju.

  
 
 

Markmið málþingsins er að kynna nýjustu þekkingu á erfðum íslenskra laxfiska með hliðsjón af veiðinýtingu og umgengni við auðlindina.

 

Hér er hægt að sækja dagsskrá málþingsins

  

Allir eru velkomnir á málþingið og er aðgangur ókeypis. 

 

Þessa frétt er að finna á vef Veiðimálastofnunar