Veiðitölur
Smelltu hér til að gerast áskrifandi að angling fréttum
29. september 2003

Þorskur forðast laxeldissvæði

Á fréttavef RUV.is er að finna þessa frétt;

"Þorskur heldur sig frá svæðum þar sem  laxeldi er stundað. Þetta kom fram við tilraunir í hafrannsóknastöðinni í Tromsö sem blaðið Aftenposten greinir frá í dag.                             
                                       

Niðurstöðurnar sýndu að þorskurinn, bæði seiði og fullvaxta fiskur, forðast laxalykt, eins og það er orðað. Stjórnendur rannsóknarinnar segja að þær sýni að fullyrðingar sjómanna um að laxeldið breyti atferli þorsksins standist. Sjómenn hafa lengi kvartað yfir því að laxeldisstöðvarnar meðfram vesturströnd Noregs trufli göngur þorsksins. Hann komi ekki á hrygningarstöðvar inni á fjörðum".