Veiðitölur
Smelltu hér til að gerast áskrifandi að angling fréttum
23. september 2003

Eldiskví slitnaði upp í óveðrinu í Færeyjum

Á fréttavef Skip.is er að finna þessa frétt;

"Eldiskví í eigu færeyska fyrirtækisins Gulin í Þórshöfn slitnaði upp í óveðrinu sl. sunnudag og rak fyrir veðri og vindum um Kaldbaksfjörð.

 

 

Í frétt í Sosialurin kemur fram að fenginn hafi verið dráttarbátur frá skipasmíðastöðinni í Þórshöfn til þess að ná í eldiskvína og kom áhöfn hans böndum á hana og var hún dregin að landi þar sem hún var fest til bráðabirgða. Ekki er greint frá því hvort fiskur var í kvínni eða ekki en þetta atvik sýnir svo ekki verður um villst að erfitt er að tryggja það að kvíar haldist á sínum stað í verstu veðrum. Ekki er langt síðan að stóra kví, sem var full af laxi, rak á land í Færeyjum með þeim afleiðingum að þúsundir laxa drápust eða sluppu lifandi út í viðkomandi fjörð"