Veiðitölur
Smelltu hér til að gerast áskrifandi að angling fréttum

13. júní 2018 11:32

Nýjar veiðitölur

Veiðin hefur farið fremur rólega af stað í þeim ám sem hafa opnað þetta árið en samkvæmt viðmælendum okkar eru laxar að koma vel haldnir úr hafi. Smálax virðist vera að skila sér í einhverjum mæli og er það vel og veit á gott. Það hefur líklega ekki farið fram hjá neinum sú langvarandi úrkomutíð sem einkennt hefur þetta vor og sumar. Fyrir vikið er töluvert vatn í ánum en þó ekki í þeim mæli að það hafi mikil áhrif á veiði.

 

meira...

13. júní 2018 09:45

Frá Aðalfundi LV 2018

Aðalfundur Landssamband veiðifélaga var haldinn á Sauðárkróki  dagana 8. - 9.  júní. Fundinn sátu fulltrúar frá 33 veiðifélagi auk gesta, sem ávörpuðu fundinn. Auk hefðbundinna aðalfundarstarfa þá hélt Oddgeir Ottesen, hagfræðingur, erindi um; „Efnahagsleg áhrif lax- og silungsveiði á Íslandi“ og Bjarni Jónsson, fiskifræðingur, um;  „Heildræn vistfræðileg nálgun á verndun og uppbyggingu laxastofna. Árangursríkar nýjungar í fiskirækt.“

Jón Helgi Björnsson í ræðustól. Til vinstri eru fundastjórarnir, Magnús Ólafsson og Örn Þórarinsson

 

meira...

6. júní 2018 09:44

Veiðitölur 2018

Í rúman áratug hefur Landssamband veiðifélaga  safnað vikulega veiðitölum úr 25 ám. Veiðitölum er safnað hvert miðvikudagskvöld og eru þær  birtar á heimasíðu LV, angling.is og jafnframt á síðu 322 á textavarpinu. Veiðin hefur farið vel af stað í þeim ám sem hafa opnað en þær eru Norðurá, Blanda og Urriðafoss í Þjórsá. Veiði hófst í Urriðafossi 27 maí og þrátt fyrir erfiðar aðstæður til að byrja með hefur veiðin farið afar vel af stað. Alls hafa veiðst 123 laxar og eru fjórar stangir leyfðar. Veiðin 14 júní í fyrra var komin í 172 laxa og líklegt að í næstu samantekt veiðitalna miðvikudaginn 13 júní verði veiðin komin vel umfram þá tölu.

 

Stangveiði á svæðinu við Urriðafoss í Þjórsá er samstarfsverkefni landeigenda og Iceland Outfitters og hófst sem tilraunaverkefni árið 2016. Markmið þessa samstarfsverkefnis er að fjölga stangveiðidögum, fækka netaveiðidögum og vonandi að lokum að breyta þessu fallega svæði þannig að þar yrði alfarið stangveiði. Ekki verður annað séð en þetta áhugaverða verkefni gangi með eindæmum vel.

meira...