Veiðitölur
Smelltu hér til að gerast áskrifandi að angling fréttum

2. júlí 2020 01:25

Nýjar veiðitölur

Komnar eru nýjar veiðitölur á vef Landssambands Veiðifélaga. Samantektin er frá veiði í lok síðasta miðvikudags 1. júlí. Nú hafa borist veiðitölur úr 40 vatnakerfum umhverfis landið og veiði gengur ágætlega. Vatnsbúskapur er víðast hvar góður og búa sum vatnakerfi enn að vatnsforða í þeim snjó er féll síðasta vetur. Þó er aðeins farið að minnka vatnið í sumum ám en vatnsbúskapur samt enn góður. Bjartviðri og hlýindi hafa haft áhrif á veiði sumstaðar og sólbráð hefur aðeins skolað jökullit út í sum vatnakerfi. Aðstæður til veiða það sem af er á þessu veiðitímabili hafa verið almennt góðar og eru blessunarlega gjörólíkar því sem átti sér stað í fyrra.

 

Þess ber að geta að veiðitímabilið í fyrra verður eflaust seint í minnum haft sem metár hvað mikla veiði varðar, mun frekar sem metár í bágum vatnsbúskap, háum vatnshita og lélegrar veiði víðast hvar.

 

Efst á listanum er sem fyrr Urriðafoss í Þjórsá og eftir mjög góða veiðiviku er veiðin komin í 509 laxa. Veiðin síðastliðna viku gekk mjög vel og alls veiddust 110 laxar. Þess má geta að leyfðar eru fjórar stangir á þessu veiðisvæði og því ljóst að meðalveiði á stöng er mjög góð eða sem nemur fjórum löxum á dag. Ef veiðin er borin saman við svipaðan tíma árið 2018 þá var hún alls 577 laxar 4 júlí. Alls veiddust 1320 laxar í Urriðafoss í Þjórsá árið 2018 og virðist veiðin þetta árið ganga svipað og þá.

 

meira...

1. júlí 2020 09:19

Vinna við heimasíðu LV

Athygli er vakin á að nú er verið að vinna í angling.is vef LV. Búast má við að vefhlutar verði tímabundið óvirkir á meðan vinnu stendur.

 

Við biðjumst velvirðingar á þeim truflunum sem þetta kann að hafa í för með.

 

Með bestu kveðju. Landssamband Veiðifélaga.

 

 

Kindly note that angling.is, the website of the Federation of Icelandic River Owners, is currently undergoing maintenance.

 

We apologize for any inconvenience you may have experienced and appreciate your patience in the matter.

 

With our best regards .

Federation of Icelandic River Owners

 

 

meira...

25. júní 2020 04:10

Nýjar veiðitölur

Alls eru komnar veiðitölur frá 27 veiðisvæðum umhverfis landið en þó nokkrar eiga eftir að bætast við og verða með í söfnun veiðitalna næsta miðvikudag 1. júlí. Ekki hafa borist veiðitölur frá öllum veiðisvæðum en þær tölur verða settar inn þegar þær berast.

Efst á listanum okkar er Urriðafoss í Þjórsá en veiðin gekk afar vel síðustu veiðiviku og er komin í alls 399 laxa. Veiðin á svipuðum tíma í fyrra (26.06.2019) var komin í 319 laxa og árið þar áður (27.06.2018) höfði veiðst 391 laxar. Þetta er því mesta veiði af þessu veiðisvæði sem byrjaði sem samstarfsverkefni landeigenda og Iceland Outfitters og hófst sem tilraunaverkefni árið 2016 en þá var veitt á tvær stangir. Árið 2018 var stöngum fjölgað úr tveimur í fjórar og hefur þetta verkefni gengið vonum framar. 

 

Í öðru sæti er Norðurá í Borgarfirði með alls 189 laxa en veiðin hefur gengið vel og veiddust alls 81 laxar í síðastu veiðiviku. Borið saman við svipað tímabil í fyrra (26.06) þá höfðu veiðst 29 laxar og hafa því veiðst 160 laxar meira þetta veiðitímabilið. Hafa ber í huga að veiðin í fyrra leið fyrir fordæmalausar aðstæður sem einkenndust af bágum vatnsbúskap, háun vatnshita og almennt afar erfiðum aðstæðum til veiða. 

 

Laxá á bakka Ytri-Rangár.  Mynd: © Reynir Friðriksson

meira...