Veiðitölur
Smelltu hér til að gerast áskrifandi að angling fréttum

9. desember 2018 01:46

Stærsta sushi-keðja landsins hættir með lax úr sjókvíum

Stærsta sushi-keðja Íslands, Tokyo-sushi, er hætt að kaupa eldislax úr sjókvíaeldi Arnarlax, stærsta laxeldisfyrirtæki Íslands. Tokyo-sushi rekur sushi-staði í Glæsibæ, á Nýbýlavegi auk þess sem fyrirtækið rekur fjóra staði í verslunum Krónunnar á höfuðborgarsvæðinu. Í stað þess að kaupa lax úr sjókvíaeldi kaupir Tokyo-sushi nú lax frá landeldi sem Samherji rekur í Öxarfirði.  

 

meira...

8. desember 2018 08:49

Eldislaxar gripnir glóðvolgir

Í fallegri á, í fallegum dal við fallegan fjörð er lítill íslenskur laxastofn - og gestkomandi norskættaðir eldislaxar sem enginn bauð. Á hrygningarsvæði skammt ofan sjávaróss þar sem Fífistaðadalsá rennur í Arnarfjörð, þá veiddust í liðnum október tveir laxar í rannsóknum Laxfiska, sem samkvæmt greiningareinkennum virtust runnir frá sjókvíaeldi á laxi. Það mat á uppruna laxanna hefur nú verið staðfest með greiningu lífsýna af hálfu Matís.

 

Norskættaðar eldislaxahrygnur frá sjókvíaeldi sem veiddust í Fífustaðadalsá í október 2018.

Mynd ©laxfiskar ehf.

 

meira...

8. desember 2018 08:44

Kvarta til ESA vegna lagabreytinga um fiskeldi

Fjögur náttúruverndarsamtök, veiðifélög og veiðiréttarhafar hafa kvartað til ESA, eftirlitsstofnunar EFTA, vegna nýlegra lagabreytinga á lögum um fiskeldi. Hópurinn telur að með lögunum sé kæruréttur tekinn af almenningi og þannig brotið á EES samningi, þá sé gengið framhjá rétti umhverfissamtaka og almenningi til að koma að ákvörðunum sem varða umhverfið þegar bráðabirgðaleyfi voru veitt.

 

meira...