Veiðitölur
Smelltu hér til að gerast áskrifandi að angling fréttum

13. júní 2019 12:14

Veiðitölur 2019

Í rúman áratug hefur Landssamband veiðifélaga safnað vikulega veiðitölum úr 25 ám. Veiðitölum er safnað hvert miðvikudagskvöld og eru þær  birtar á heimasíðu LV, angling.is og jafnframt á síðu 322 á textavarpinu.

Undanfarin tvö ár hefur veiðisvæðum sem við birtum veiðitölur frá fjölgað nánast um um helming og í fyrra voru veiðitölur að berast frá rétt um 50 veiðisvæðum.

 

Sólbjartir dagar og langvarandi úrkomuleysi hefur sett sitt mark á upphaf laxveiðinnar þetta árið og við bætist að síðasti vetur skildi ekki eftir forða sem nú myndi bráðna og liðsinna í þessum aðstæðum en samkvæmt vef Veðurstofunar þá tók snjó upp að mestu í 800 -1200 metra hæð í aprílmánuði.

 

Í stuttu máli þá eru það dragárnar um allt land sem eru orðnar vatnslitlar og í þeim hóp eru Norðurá og Þverá/Kjarará sem nýverið opnuðu en lítið hefur veiðst af skiljanlegum ástæðum. 

 

 

meira...

13. júní 2019 10:37

Frá Aðalfundi LV 2019

Aðalfundur Landssamband veiðifélaga var haldinn á Laugarbakka, Miðfirði dagana 7. - 8.  júní.

Fundinn sátu fulltrúar frá 43veiðifélagi auk gesta, sem ávörpuðu fundinn. Auk hefðbundinna aðalfundarstarfa þá hélt Guðni Guðbergaaon, sérfræðingur á Hafrannsóknastofnun, erindi um „Ástand og horfur í fiskræktarmálum.“  

 

Stjórn LV. Talið frá vinstri: Jón Egilsson, Ólafur Þór Þórarinsson, Jón Helgi Björnsson, Stefán Már Gunnlaugsson og Jón Benediktsson.

meira...

13. júní 2019 12:47

Sjávarútvegsfræðingur gerir alvarlegar athugasemdir við fiskeldisfrumvarpið

Valdimar Ingi Gunnarsson, sjávarútvegsfræðingur og ritstjóri vefmiðilsins Sjávarútvegur.is, gerir alvarlegar athugasemdir við nýja fiskeldisfrumvarpið sem liggur fyrir Alþingi. Í tilkynningu til fjölmiðla bendir Valdimar á að Íslendingar muni standa langt að baki nágrannalöndum sínum er varðar umhverfismál laxeldis, eins og erfðablöndun, laxalús, heilbrigðismál og lífrænt álag, verði frumvarpið samþykkt:

 

 

meira...