4. júlí 2015

Til veiðimanna.

Nú verð ég að biðjast afsökunar.  Einhvernvegin hefur skráningin á Norðrá í Borgarfirði klúðrast há mér þann 1. júlí.  Ég taldi mig búinn að ganga frá færslunni og rétt var skráð í gagnagrunninn en sú tala náði hvorki inn á vefinn okkar né textavarpuið.  Ég bið alla viðkomandi innilega afsökunar á þessu.  Í sárabætur vil ég svo geta þess að á hádegi í dag (4/7) voru komnir 375 laxar á land í Norðurá.  Það sýnist mér jafngilda 36 laxa meðalveiði á dag síðan þann fyrsta, sem er bara gott.  Vonandi gengur svona vel  áfram.  Kveðjur Þorsteinn.

3. júlí 2015

Breyting á lögum um lax- og silungsveiði

Samþykkt hefur verið á Alþingi frumvarp til laga um meðferð og ráðstöfun eigna veiðifélaga.  Með lögunum eru nú tekin af öll tvímæli um að löglega boðaður fundur í veiðifélagi getur tekið ákvörðun um ráðstöfun eigna veiðifélags. Þau takmörk eru þó sett í lögum að aðeins má ráðstafa eign félagsins utan veiðitíma til skyldrar starfsemi. 

 

Sjá nánar hér á vef Alþingis

 

3. júlí 2015

Kuldi seinkar yfirfalli en lengir veiðina

Óvíst er að öll miðlunarlón Landsvirkjunar fyllist í sumar þar sem kuldi hefur seinkað jökulbráðnun. Fyrir vikið verður hægt að veiða lax óhindrað í tærum ám neðan lóna. Jarðvegur litaði Blöndu á þriðjudag og spillti veiði.

 

Jökulbráðnun er enn ekki hafin að neinu marki og vatnhæð í Hálslóni Kárahnjúkavirkjunar er átta metrum lægri en í fyrra og þrettán metrum lægri en í meðalári. Landsvirkjun telur þó allar líkur á að Hálslón fyllist, fjórðungslíkur á að Blöndulón fari á yfirfall en litlar líkur eru á að takist á safna í öll lón Þjórsársvæðis. Mögulega gæti þurft að minnka framboð raforku á svokölluðum skammtímamarkaði, segir í frétt Landsvirkjunar.