Veiðitölur
Smelltu hér til að gerast áskrifandi að angling fréttum

19. október 2016

Veiðifélög fengu ekki að tala á fiskeldisfundi

Fulltrúum austfirskra veiðifélaga var neitað að taka til máls á fundi sem Austurbrú stóð fyrir á Djúpavogi um laxeldi á Austfjörðum. Formaður Veiðifélags Breiðdæla kallar fundinn áróðursfund en þar gerði fulltrúi fiskeldis lítið úr því að laxveiðiár á svæðinu væru náttúrlegar þegar hann kallaði þær eldisár. Í gær var haldinn á Djúpavogi opinn fundur um fiskeldismál. Þar voru flutt erindi á vegum Landssambands fiskeldisstöðva, Hafrannsóknarstofnunar, Skipulagsstofnunar, Matvælastofnunar, Umhverfisstofnunar, Fiskeldis Austfjarða og Atvinnuþróunarfélags Vestfjarða.

14. október 2016

Málssóknarfélag gegn sjókvíaeldi Arnarlax

Hópur hagsmunaaðila hefur stofnað málssóknarfélag og ætla að krefjast þess fyrir dómi að starfsleyfi fiskeldisfyrirtækisins Arnarlax verði ógildað.  Jón Steinar Gunnlaugsson lögmaður hópsins vísar í norskar rannsóknir um eldislax sem sleppur úr sjókvíum geti spillt náttúrulegum stofnum í veiðiám.

Jón Steinar Gunnlaugsson lögmaður hópsins Mynd ©Ruv.is

 

13. október 2016

Urriðadansinn næstkomandi laugardag

Jóhannes Sturlaugsson verður, næstkomandi laugardag 15 október, með árlega fræðslugöngu sína á slóðir ísaldarurriðans i Öxará á Þingvöllum. Fræðslugangan sem gengur undir nafninu Urriðadans og er á vegum Þjóðgarðsins á Þingvöllum og Laxfiska hefst klukkan 14:00 á bílastæðinu þar sem Valhöll stóð, sjá nánar hér á heimasíðu Þingvallaþjóðgarðs.

Jóhannes Sturlaugsson með góðkunningja í fanginu. Mynd © Þjóðgarðurinn á Þingvöllum

 

6. október 2016