24. júlí 2014

Kæru veiðimenn,

þið sem enn nennið að fylgjast með veiðitölunum.  Nú er heildarveiðin í þessum 25 gagnagrunnsám okkar alveg við 7000 laxa og vikuveiðin yfir 2000 fiskar, í fyrsta sinn þetta sumarið.  Það gerðist líka í vikunni að fyrsta áin náði yfir 1000 laxa í veiðinni.  Það er Blanda, með 1060 laxa á miðvikudaginn.  Þetta verður að teljast nokkuð gott og aðeins tvisvar hefur Blanda staðið betur á þessum tíma frá og með árinu 2006. 

 

17. júlí 2014

Flutningur höfuðstöðva Fiskistofu til Akureyrar

Landssamband veiðifélaga sendi 17 júní bréf til verkefnastjórnar um flutning Fiskistofu, sjá hér fyrir neðan. 

 

"Eins og kunnugt ef fréttum hefur verið tekin ákvörðun um að flytja höfuðstöðvar Fiskistofu til Akureyrar. Þá liggur einnig fyrir að áfram verður rekin starfsstöð Fiskistofu á höfuðborgarsvæðinu.

 

Landssamband veiðifélaga vill vekja athygli verkefnastjórnar á að miklu skiptir fyrir veiðifélög og veiðiréttareigendur hvar og hvernig stjórnsýslu veiðimála er fundinn staður. LV minnir á að það var að frumkvæði landssambandsins að þessi málaflokkur var fluttur frá Landbúnaðarstofnun til Fiskistofu með lögum nr. 81/2008. Ástæða þess var á meðal annars staðsetning Fiskistofu á höfuðborgarsvæðinu.

17. júlí 2014

Ágætu veiðimenn.

Nú er liðið fram yfir miðjan júlí og stóru göngurnar, sem beðið hefur verið eftir, ókomnar enn.  Vonir manna um gott veiðisumar fara dvínandi.  Samt megum við ekki missa kjarkinn þó aflatölur séu enn sem komið er lakari en vonir stóðu til. 

Heildarveiðin í gagnagrunnsánum okkar 25 er nú komin í 4918 laxa.  Það er ansi lág tala en þó má geta þess að árið 2007 var veiðin mun minni um sama leiti, eða 2531 fiskur.  Þegar upp var staðið reyndist það ár þó skila meðalgóðri veiði að lokum. 

3. júlí 2014