Veiðitölur
Fréttasafn
Smelltu hér til að gerast áskrifandi að angling fréttum

14. febrúar 2019

Freista þess að vísa málinu til Hæstaréttar

Veiðiréttarhafar í Haffjarðará á Snæfellsnesi, sem tapað hafa ógildingarmáli gegn Arnarlaxi, Matvælastofnun og Umhverfisstofnun, ætla að freista þess að skjóta málinu til Hæstaréttar. Landsréttur vísaði málinu frá á föstudag.
 

Héraðsdómur Reykjavíkur hafði komist að sömu niðurstöðu um að vísa frá kröfu um að fiskeldisleyfi í Arnarfirði á Vestfjörðum verði ógilt. 

 

14. febrúar 2019

Eltið peningana

Í umræðum um laxeldi í sjókvíum við Ísland er stundum látið eins og þetta sé ný atvinnugrein hér við land. Í fyrra sagði til dæmis sjávarútvegsráðherra „það er kannski eðlilegt á meðan það er verið að byggja upp atvinnugreinina að fyrsta fjármögnun komi úr ríkissjóði“ þegar hann var spurður út í Umhverfissjóð sjókvíaeldis. 

 

6. febrúar 2019

Starfræksla fjarstýrðara loftfara

Landssamband veiðifélaga hefur sent Samgöngustofu bréf, 17.01.2019. þar sem óskað er eftir breytingu á reglugerð er varðar starfrækslu fjarstýrðara loftfara. Svar hefur borist frá Samgöngustofu, 25.01.2019 og er það að finna hér að neðan.

 

Á aðalfundi Landssambands veiðifélaga sem haldinn var í júní 2018 var eftirfarandi tillaga samþykkt:

 

„Aðalfundur Landssambands veiðifélaga, haldinn á Sauðárkróki dagana 8. - 9.  júní 2018, beinir því til stjórnar LV hvernig takmarka megi notkun dróna við veiðistaði.

Jafnframt beinir aðalfundurinn því til stjórnar Landssambands veiðifélaga að þrýst verði á þar til bær yfirvöld, að í reglugerð um starfrækslu fjarstýrðra loftfara nr. 990/2017, verði sett ákvæði um að umferð dróna við veiðistaði verði óheimil nema með leyfi veiðifélags eða  opinberra stjórnvalda, eða sem hluti af venjulegri notkun landeigenda á eigin jörð. 

1. febrúar 2019

1. febrúar 2019