Veiðitölur
Smelltu hér til að gerast áskrifandi að angling fréttum

20. apríl 2017

Fiskeldi í lokuðum kerfum í sókn

Einar K. Guðfinnsson, formaður Landssambands fiskeldisstöðva, fyrrverandi ráðherra og forseti Alþingis þar til fyrir skemmstu, skrifar grein í Fréttablaðið 10. apríl og bendir réttilega á að fiskeldi sé mikilvæg leið til að framleiða mat ofan í heimsbyggðina. Gallinn er sá að fiskeldi í opnum sjókvíum mengar með skólpi og matar- og lyfjaafgöngum.

Eldislax ©Sumarliði Óskarsson

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

16. apríl 2017

Fréttabréf Landssambands Veiðifélaga

Fréttabréf Landssambands Veiðifélaga er komið út. Í fréttabréfinu er meðal annars fjallað um aðalfund LV sem verður haldinn að Hótel Eddu, Menntaskólanum að Laugarvatni, dagana 9 - 10 júní, fundargerð stjórnarfundar, kærur vegna fiskeldis, Fiskræktarsjóð, kostningar á aðlafundi og fleira. 

 

Hægt er að sækja fjölbreyttar upplýsingar um starfsemi LV hér á vefnum og þar með talið fréttabréf LV. Hér er jafnframt að finna fundargerðir, ályktanir, umsagnir og fleira sem opnast undir liðnum Landssamband Vf á vefstiku.

 

9. apríl 2017

Eldi á ófrjóum laxi sé leið til að stefna að

Geldlax er viðkvæmari en frjór lax, segir framkvæmdastjóri Stofnfisks sem framleiðir geldlax. Hann segir að eldi á geldfiskum sé þó leið sem ætti að stefna á. Í Kastljósi í fimmtudagskvöldi var lagt til að geldlax yrði notaður í sjókvíaeldi til að skapa sátt um fagið.

 

Geldlax sé sáttaleið 

Óðinn Sigþórsson, fyrrverandi formaður Landssambands veiðifélaga, var meðal gesta Kastljóss í gærkvöld: „Eina leiðin til að gera þetta að mínu mati er að það verði notaður geldlax í eldi og ég held að það verði í raun sú sáttaleið sem að getur orðið til þess að þessi iðnaður geti þrifist af einhverju marki á íslandi. En ef þetta á að fara fram með óbreyttum hætti þá er ljóst að það verða mjög mikil átök framundan.“

Skjáskot ©Ruv.is