Veiðitölur
Smelltu hér til að gerast áskrifandi að angling fréttum

28. júlí 2016

Nýjar veiðitölur

Komnar eru nýjar veiðitölur á vef Landsambands Veiðifélaga. Samantektin er frá veiði í lok síðasta miðvikudags 27. júlí síðastliðinn. Eftir veiði síðustu viku bættust ekki fleiri ár í hóp þeirra sem hafa farið yfir 1000 laxa markið. Síðastliðin vika einkenndist af naumt skammtaðri vætutíð og hlýindum sem hvoru tveggja dregur öllu jöfnu úr veiði. Við þetta bætist síðan fremur dræmar heimtur úr hafi á eins árs laxi. En það styttist í næsta straum og má segja að heimtur á eins árs laxi, sem þá kemur, mun vega þungt hvernig þetta veiðitímabil verður. Þetta veiðitímabil kemur ítrekað á óvart hvað marga hluti varðar og má þar nefna vatnsbúskap, hlýindi, minni heimtur af eins árs lax og síðan hve mikið af tveggja ára lax skilaði sér snemma upp í vatnakerfin þetta árið.

Villtur lax Mynd ©Sumarliði Óskarsson

26. júlí 2016

Óafturkræf ógn við íslenska laxastofninn

„Þetta er stórmál sem við höfum þungar áhyggjur af.  Gangi risaáform í sjókvíaeldi á kynbættum norskum laxi eftir er um að ræða óafturkræfa ógn við íslenska laxastofninn,“ segir Jón Helgi Björnsson, formaður Landssambands veiðifélaga.

Aðalfundur LV, sem haldinn var á Bifröst í júní síðastliðnum, mótmælti stórfelldum áformum erlendra og innlendra fjárfesta á eldi á norskum laxi í sjókvíum hér við land.

 

Að mati aðalfundar Lands­sambands veiðifélaga stefna áformin óspilltum stofnum villtra laxa í voða og eru í raun aðför að viðkvæmri náttúru Íslands. „Sjókvíaeldi á norskum laxi er gróft brot á samkomulagi veiðiréttareigenda, eldisaðila og stangveiðimanna frá 1988 um að eldislax af erlendum uppruna skuli aldrei ala í sjókvíum við Íslands,“ segir í ályktun aðalfundar LV.

 

26. júlí 2016

Grenlækur tekur vel við sér

Grenlækur í Vestur-Skaftafellssýslu er óðum að taka við sér. Orkustofnun veitti leyfi fyrir hálfum mánuði til að rjúfa varnargarða til að bregðast við bráðavanda en lækurinn var að þorna upp.

 

Þórunn Júlíusdóttir, bóndi á Seglbúðum í Landbroti sunnan Kirkjubæjar, segir að ástandið sé orðið betra. Lækurinn hafi tekið vel við sér og fiskur sé kominn í ána. Hann bíði samt álengdar með að færa sig ofar með hækkandi vatnsstöðu. Leyfi Orkustofnunar til að bregðast við bráðavandanum gildir til 15. ágúst.  

21. júlí 2016

14. júlí 2016

7. júlí 2016