28. maí 2016

Arnarlax og Fjarðalax sameinast

Arnarlax og Fjarðalax hafa skrifað undir samning um sameiningu félaganna undir nafni Arnarlax. Gert er ráð fyrir að sameiningin taki gildi fyrir lok júní. Samhliða mun Salmar, eitt stærsta laxeldisfyrirtæki í heimi, koma með afgerandi hætti inn í hluthafahóp Arnarlax og mun verða kjölfestufjárfestir með Bíldælingunum og feðgunum Matthíasi Garðarssyni og Kristian Matthíassyni. 

Laxeldi í Arnarfirði Mynd© www.vb.is

26. maí 2016

Aðalfundur Landssambands veiðifélaga

Aðalfundur Landssambands veiðifélaga verður haldinn að Hótel Bifröst, Borgarfirði, dagana 10. -  11.  júní nk. 

Gert er ráð fyrir að fulltrúar og gestir verði komnir á fundarstað  um kl. 12:00 föstudaginn 10. júní og snæði þar saman hádegisverð.

 

Aðalfundurinn hefst síðan kl. 13:00.

Síðari hluta dags bjóða heimamenn svo til skoðunarferðar um næsta nágrenni.  Um kl. 19:30 verður sameiginlegur kvöldverður og að honum loknum verður kvöldvaka í umsjón heimamanna.

25. maí 2016

Fréttabréf Landssambands Veiðifélaga

Fréttabréf Landssambands Veiðifélaga er komið út. Í fréttabréfinu er meðal annars fjallað ítarlegras um aðalfund LV sem verður haldinn að Hótel Bifröst, Borgarfirði, dagana 10 - 11 júní, og er dagskrá aðalfundar tilgreind ásamt fleiri upplýsingum er viðkoma aðalfundi. Jafnframt er að finna bráðabirgðatölur frá Veiðimálastofnun úr ám og vötnum árið 2015 en þær upplýsingar eru góðfúslega birtar með leyfi Guðna Guðbergssonar á Veiðimálastofnun.

Hreðavatn. Bifröst í baksýn