26. febrúar 2015

Sjóferð sjö laxa

Jóhannes Guðbrandsson doktorsnemi við Líf og umhverfisvísindadeild HÍ, mun fjalla um rannsóknir á fari laxa sem hann vann í samstarfi við sérfræðinga á Veiðimálastofnun.

 

Erindið hans kallast Sjóferð sjö laxa. Fæðugöngur og dýpisatferli íslenskra laxa (Salmo salar L.) metið með mælimerkjum. Erindið verður flutt á föstudaginn 27 febrúar í sal 131 í Öskju, byrjar kl. 12:30 til 13:10.

Ingi Rúnar Jónsson fiskifræðingur við merkingar mælimerktra laxaseiða.

 

23. febrúar 2015

Umfjöllun um hlýnun jarðar og Ísland í BBC

Í vikunni var útvarpsþáttur um Ísland og hlýnun jarðar í þáttaröðinni Costing the Earth.  Þátturinn heitir The Ice in Iceland.

Rætt var við íslenska vísindamenn um þær breytingar sem þegar sjást í íslenskri náttúru vegna hlýnunar jarðar.  Meðal annars var rætt við Sigurð Guðjónsson, forstjóra Veiðimálastofnunar, um þær breytingar sem sjá má á fiskstofnum í ám og vötnum eins og hnignum bleikju. Hægt er að hlusta á þáttinn í heild sinni með því að smella hér.

 

13. janúar 2015

Varað er við neyslu á eldisfisk

Síðast liðna helgi gekk óveður yfir hluta Noregs og olli meðal annars verulegum skemmdum á eldiskvíum fyrirtækisins Sjøtroll sem staðsett er í Osterfjorden. Talið er að um 94.000 regnbogasilungar, á stærðarbilinu 2,5-3,5 kg, hafi sloppið úr eldiskvíum. Fólk er varað við að borða þennan fisk þar sem hann var meðhöldlaður með aflúsunarefnum 19 desember síðast liðinn. Eftir meðhöndlun þurfa að líða um 50 dagar, miðað við núverandi hitastig, áður en þessi fiskur er hæfur til manneldis.

 

Eldislax ©Sumarliði Óskarsson

23. desember 2014

10. desember 2014