27. október 2014

Útboð

Veiðifélag Laxár í Leirársveit óskar eftir tilboði í veiðirétt Eyrarvatns (norður hluta), Glammastaðavatns/Þórisstaðavatns og Geitarbergsvatns ásamt Selós og Þverá á milli vatna fyrir veiðitímabilið 2015-2017.

 

Horft yfir Eyrarvatn

25. október 2014

Banna myndatökur neðanvatns í Öxará

Þingvallanefnd og þjóðgarðsvörður hafa ákveðið að ekki sé heimilt að taka myndir neðanvatns af Þingvallaurriðanum í Öxará þegar hann er við hrygningu.

Þetta var ákveðið í fyrra vegna ítrekaðra tilrauna til að taka myndir af honum þar sem ferðamenn setja myndavélar í vatnið en af því leiðir ónæði og truflun fyrir fiskinn. Á vef þjóðgarðsins segir að vilji sé til að takmarka slíkt algerlega, en á hverju hausti er urriðinn við hrygningu í Öxará. 

Fylgst með urriða í Öxará. Fremur lítið næði fyrir tilhugalíf þennan dag.

16. október 2014

Veiðirétturinn gæti skilað þrefalt meiru

Tekjur Orkuveitunnar af veiðirétti við Þingvallavatn gætu nærri þrefaldast á árunum 2015-2017 ef fyrirtækið tekur tilboði félagsins ION hótel ehf. Félagið, sem rekur lúxushótel við vatnið, bauð 4,57 milljónir króna á ári fyrir veiðiréttinn. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Orkuveitunni. Þar segir að fimm tilboð hafi boðist í réttinn og að verið sé að fara yfir þau.

Urriðar úr Þingvallavatni

 

9. október 2014

2. október 2014