Veiðitölur
Smelltu hér til að gerast áskrifandi að angling fréttum

25. ágúst 2016

Nýjar veiðitölur

Komnar eru nýjar veiðitölur á vef Landssambands Veiðifélaga. Samantektin er frá veiði í lok síðasta miðvikudags 24. ágúst síðastliðinn. Þá eru flestar veiðitölur komnar í hús og á vefinn en þær sem vantar munu án efa skila sér á morgunn. Skilyrði til veiða voru fremur dræm síðastliðna viku og sem fyrr má þar nefna vatnsbúskapinn sem hefur færst til hins verra í kjölfar úrkomuleysis. Það væri líklega að bera í bakkafullan lækinn, þó það orðatiltæki sé hugsanlega ekki það hentugasta, að minnast meira á úrkomuleysið sem hefur einkennt þetta veiðitímabil. Við þetta bætist bjartir sólríkir daga og hár vatnshiti í ám sem sumstaðar hefur farið í 16-17 gráður. Við slíkar aðstæður má búast við dræmri veiði og sú varð raunin í mörgum ám síðastliðna viku. En síðan eru undantekningar eins og til dæmis Miðfjarðará þar sem áfram er mjög góð veiði. Hún er komin í 3287 laxa og síðustu viku veiddust alls 282 laxar. Þverá og Kjarará er komin í 1683 laxa og vikuveiðin var 116 laxar sem er meiri en vikuna þar á undan. Eftir veiði síðustu viku bættist ein á, Langá, í hóp þeirra sem hafa farið yfir 1000 laxa markið en síðustu viku veiddust alls 70 laxar og hún komin í alls 1033 laxa.

 

18. ágúst 2016

Nýjar veiðitölur

Komnar eru nýjar veiðitölur á vef Landssambands Veiðifélaga. Samantektin er frá veiði í lok síðasta miðvikudags 17. ágúst síðastliðinn. Fyrir viku síðan var loks komin væta í kortin og líkur á að vatnsbúskapur myndi færast í betra horf enda úrkomuleysið farið að hafa víða áhrif á veiði. Það gekk blessunarlega eftir og vatnsmagn hefur aukist víða með tilheyrandi jákvæðum áhrifum á veiði. Sem dæmi má nefna Norðurá í Borgarfirði og Laxá í Dölum þar sem vikuveiðin tæplega þrefaldaðist miðað við veiði vikuna þar á undan. Eftir veiði síðustu viku bættist ein á, Haffjarðará, í hóp þeirra sem hafa farið yfir 1000 laxa markið en síðustu viku veiddust alls 76 laxar og hún komin í alls 1040 laxa. Veiði gengur vel í Miðfjarðará, hún er komin í 3005 laxa og síðustu viku veiddust alls 339 laxar.

11. ágúst 2016

Efni frá aðalfundi Lv 2016

Á vefinn er komnar fundargerðir stjórnar, fundargerð aðalfundar, ræða formanns og ársskýrsla frá Aðalfundi Landssambands veiðifélaga sem var haldinn að Hótel Bifröst Borgarfirði dagana 10. – 11. júní. Viðkomandi efni er að finna á vefstiku um starfsemi Lv undir liðnum fundargerðir, sjá nánar hér.

11. ágúst 2016

4. ágúst 2016