Veiðitölur
Smelltu hér til að gerast áskrifandi að angling fréttum

27. júlí 2017

Nýjar veiðitölur

Komnar eru nýjar veiðitölur á vef Landsambands Veiðifélaga. Samantektin er frá veiði í lok síðasta miðvikudags 26. júlí. Eftir veiði síðustu viku bættust við þrjár ár sem hafa farið yfir 1000 laxa markið en fyrir var Þverá og Kjarará. Ytri-Rangá er núna efst á listanum og veiðin komin í 1570 laxa. Óhætt er að segja að veiðin hafi gengið vel síðastliðna viku en vikuveiðin var 668 laxar. Í öðru sæti er Miðfjarðará með 1458 laxa. Þar gengur veiðin einnig vel þrátt fyrir þau hlýindi sem hafa verið undanfarna daga fyrir norðan en vikuveiðin var 256 laxar. Í þriðja sæti er Þverá og Kjarará með 1312 laxa og vikuveiðin 74 laxar. Í fjórða sæti er Norðurá með 1095 laxa og vikuveiðin var 129 laxar.

 

26. júlí 2017

Norskir eldisrisar bjargi landsbyggðinni

Íslenskir umboðsmenn norskra eldisrisa boða nú að laxeldið bjargi búsetunni á landsbyggðinni. Það sögðu stjórnendur Samherja og Granda ekki þegar þeir ráku umfangsmikið fiskeldi á Austfjörðum. Þeir þekktu áhættuna og leyfðu sér ekki að beita skrumi í áróðri. Samherji batt miklar vonir við eldið og byggði t.d. stórt laxasláturhús á Norðfirði og vandaði til allra verka. En vandamálin af völdum náttúrunnar auk umtalsverðra slysasleppinga urðu til þess að eldið var lagt af.
 

26. júlí 2017

Valtað yfir Vestfirðinga

Það hefur verið dapurlegt að fylgjast með viðbrögðum talsmanna norskra aflandsfyrirtækja í sjókvíaeldi á laxi undanfarnar vikur. Tilefnin hafa verið málefna- og efnislegir úrskurðir Skipulagsstofnunar og úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála, og nú síðast áhættumat Hafrannsóknarstofnunar vegna laxeldis í opnum sjókvíum við Íslandsstrendur – byggt á viðurkenndum vísindarannsóknum. Þetta eru fyrstu afgerandi viðbrögð íslenskra stjórnvalda og rannsóknarstofnana þar sem tekin eru af öll tvímæli um að norsku aflandsfyrirtækin geti ekki gengið sjálfala hér um firði og flóa og dritað niður sjókvíum eins og þeim þykir sjálfum best henta fyrir skammtímahagnað sinn. Talsmenn aflandsfyrirtækjanna hafa kosið að beita fyrir sig hagsmunum almennings á Vestfjörðum – líkt og þegar almennir borgarar eru notaðir sem hlífiskjöldur í hernaði.

Eldislax ©Sumarliði Óskarsson

20. júlí 2017