Veiðitölur
Smelltu hér til að gerast áskrifandi að angling fréttum

16. ágúst 2018

Nýjar veiðitölur

Komnar eru nýjar veiðitölur á vef Landsambands Veiðifélaga. Samantektin er frá veiði í lok miðvikudags 15. ágúst. Veiðin gekk misvel síðastliðna veiðiviku en það er greinilegur munur á veiði milli landshluta. Veiði í nokkrum ám norðan heiða er fremur dræm og er að mörgu leiti frábrugðin veiði í öðrum landshlutum þar sem margar ár eru með meiri veiði og jafnvel mun meiri veiði en í fyrra. Hvað veldur því að vatnakerfi í einum landshluta séu með minni veiði en á öðrum er erfitt um að segja. Minni heimtur úr hafi geta jafnvel átt sé skýringar sem er að finna í seiðabúskap viðkomandi vatnakerfa og stærð árganga gönguseiða sem gengu til sjávar í fyrra sumar. En líklega er best að bíða með slíkar vangaveltur þangað til veiðitímabili lýkur.

 En þó vissulega sé komið fram í miðjan ágúst þá verður víðast hvar veitt fram í fyrri hluta september mánaðar og því nokkrar vikur í að ár skili inn lokatölum þetta veiðitímabilið. Margt getur gerst á þeim tíma og verður fróðlegt að sjá hernig veiðin þróast.

9. ágúst 2018

Nýjar veiðitölur

Komnar eru nýjar veiðitölur á vef Landsambands Veiðifélaga. Samantektin er frá veiði í lok miðvikudags 8. ágúst. Veiðin gekk ágætlega síðastliðna veiðiviku og eru tvær ár komnar yfir tvöþúsund laxa en það eru Þverá og Kjarará með 2111 laxa og Eystri-Rangá með 2002 laxa en þar hefur veiðin gengið afar vel og síðasta veiðivika skilaði 635 löxum.

 

Efst á listanum er Þverá + Kjarará en þar hafa veiðst 2111 laxar og skilaði síðasta veiðivika 136 löxum. Veiðin hefur gengið mjög vel en á svipuðum tíma (09.08.17) í fyrra höfðu veiðst 1466 laxar og er því veiðin nú orðin 645 löxum meiri.

2. ágúst 2018

Nýjar veiðitölur

Komnar eru nýjar veiðitölur á vef Landsambands Veiðifélaga. Samantektin er frá veiði í lok miðvikudags 1. ágúst. Veiðin gekk ágætlega síðastliðna veiðiviku og bættust þrjár ár til viðbótar þeim fimm er hafa farið yfir þúsund laxa markið þetta veiðitímabilið en það eru Langá, Haffjarðará og Urriðafoss í Þjórsá. Á svipuðum tíma í fyrra höfðu fjórar ár farið yfir 1000 laxa markið.

 

Efst á listanum er Þverá + Kjarará en þar hafa veiðst 1975 laxar og skilaði síðasta veiðivika 158 löxum. Veiðin hefur gengið mjög vel en á svipuðum tíma (02.08.17) í fyrra höfðu veiðst 1393 laxar og er því veiðin nú orðin 582 löxum meiri. Það styttist í 2000 laxa markið og líklega er veiðin komin yfir það mark nú þegar.

26. júlí 2018

19. júlí 2018