Veiðitölur
Smelltu hér til að gerast áskrifandi að angling fréttum

22. september 2017

Er fiskeldi áhættunnar virði?

Morgunverðarfundur um áhættumat HAFRÓ verður haldið miðvikudaginn 27. sept. kl. 9:00-10:15.

Fiskeldismál hafa verið í brennidepli umræðunnar og miðvikudaginn 27. október mun atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið halda opinn morgunfund um Áhættumat HAFRÓ vegna mögulegrar erfðablöndunar frá laxeldi sem gefið var út í sumar.

21. september 2017

Nýjar veiðitölur

Komnar eru nýjar veiðitölur á vef Landsambands Veiðifélaga. Samantektin er frá veiði í lok miðvikudags 20. september. 

 

Þessa veiðivikuna bættust tíu ár í hóp þeirra sem lokið hafa veiði þetta veiðitímabilið en lokatölur munu berast úr mörgum ám til viðbótar á næstu dögum. Eystri-Rangá fór yfir 2000 laxa markið og er komin í 2030 laxa og var vikuveiðin 47 laxar.

 

Haustið hefur verið fremur milt fram til þessa og sumstaðar komið dagar þar sem hefur verið óvenju hlýtt miðað við árstíma. En úr þessu má búast við að haustlægðirnar fari að leggja leið sína til okkar. Það er víða fallegt um að litast á veiðislóð enda skartar náttúran fallegum fjölbreyttum litskrúða og ekki amalegt að stunda veiðar í jafn fallegu umhverfi. Enn er hægt að veiða víða um land en flestar náttúrulegu árnar munu vera búnar að loka um næstu mánaðarmót. Veiðar í þeim ám sem byggja á seiðasleppingum verða stundaðar vel fram í október og því ljóst að hægt er að stunda laxveiðar töluvert áfram þetta veiðitímabilið. 

14. september 2017

Nýjar veiðitölur

Komnar eru nýjar veiðitölur á vef Landsambands Veiðifélaga. Samantektin er frá veiði í lok miðvikudags 13. september. 

 

Víða er kominn haustbragur á veiðina enda komið fram í miðjan september. Engu að síður gengur veiðin vel í mörgum af okkar ám og þær með ágæta vikuveiði. Fyrstu lokatölur eru komnar þetta veiðitímabilið og fyrst má nefna Norðurá en þar lauk veiði 11 september með alls 1719 laxa. Lokatala árið 2016 var 1342 laxar og er veiðin því 377 löxum meiri þetta árið. Ef lokatala er borin saman við meðalveiði í Norðurá þá er lokatala þetta veiðitímabilið tæplega 200 laxar umfram meðalveiði.

 

Veiði er lokið í þremur öðrum ám en það eru Haffjarðará sem lokaði 12 september með lokatöluna 1167 laxa, vikuveiði var 37 laxar. Skjálfandafljót með 378 laxa og Búðardalsá lokaði 11 september og er með lokatöluna 255 laxa sem er 44 löxum meira en lokatala árið 2016.

7. september 2017