Veiðitölur
Smelltu hér til að gerast áskrifandi að angling fréttum

17. október 2018

Nýjar veiðitölur

Nú eru aðeins nokkrir dagar þangað til síðustu vatnakerfin loka en það eru þau sem nánast alfarið byggja á seiðasleppingum. Um ræðir Ytri-Rangá, Eystri-Rangá, Affall í Landeyjum og Þverá í Fljótshlíð. Veiðitími fyrir lax er til 30. september ár hvert og er því lokið fyrir 2018, sbr. 17. gr. laga nr. 61/2006 um lax- og silungsveiði. En þess má geta að Fiskistofa getur heimilað veiðar utan þessa veiðitíma ef skilyrði eru fyrir slíkri hliðrun og þau skilyrði uppfylla ofangreindar ár sem byggja nánast alfarið á seiðasleppingum. Alls hafa nú borist lokatölur úr samtals 41 ám/veiðisvæðum en staðfestar lokatölur hafa ekki borist úr nokkrum ám en þær verða birtar um leið og þær berast. Hér er hægt að skoða allan listann þar sem er að finna veiðitölur úr um 50 ám/veiðisvæðum.

 

13. október 2018

Laxastofninn er ekki aðeins fyrir veiðimenn

Ekki voru ákvæði um undanþágu frá starfsleyfi í lögum um fiskeldi, líkt og í lögum um ýmsar aðrar atvinnugreinar. Fyrirtækin eiga að njóta reglunnar um meðalhóf, að sögn Katrínar Jakobsdóttur. Frumvarp sjávarútvegsráðherra um tímabundna undanþágu frá starfsleyfi var samþykkt af Alþingi í vikunni. Forsætisráðherra segir mikilvægt að hlusta á ráðleggingar vísindamanna enda sé laxinn ekki aðeins fyrir veiðimenn. Málið snúist um líffræðilega fjölbreytni og hættu á blöndun. 

13. október 2018

Um­hverfis­á­hrif og byggða­sjónar­mið í hat­rammri um­ræðu um fisk­eldi

Undanfarnar vikur hefur fiskeldi hér á landi verið mikið í umræðunni, ekki síst vegna ákvörðunar úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála (ÚUA) um að fella úr gildi starfsleyfi og rekstrarleyfi fyrirtækjanna Fjarðalax og Arctic Sea Farm fyrir stækkun laxeldis í Patreksfirði og Tálknafirði. 

Umhverfisverndarsamtök og veiðiréttarhafar í laxveiðiám á Vestfjörðum kærðu leyfisveitingarnar á sínum tíma en í umræðunni um eldið, sem oft á tíðum er ansi hatrömm, takast gjarnan á byggðasjónarmið annars vegar og umhverfissjónarmið hins vegar.  

13. október 2018

10. október 2018