26. júlí 2014

Árlegt einsdæmi gerðist í Arnarfirði

Einn fiskur úr feng meistaranemenda sem lögðu silunganet í Arnarfirði í fyrradag, vakti athygli þeirra enda var hann með mikinn hnúð og og ófrýnilega tenntur. Þetta var um tveggja kílóa hnúðlax sem er upprunalega kominn úr Kyrrahafi.

Ekki hefur hann þó lagt slíkar vegalengdir að baki því Rússar hófu sleppingar á hnúðlaxi í ám sínum á Kólaskaga og víðar við Hvítahaf í kringum 1960 og fljótlega eftir það fór að bera á honum hér við land. Reyndar er hann ekki sjaldgæfari en svo að hann er hér árlegur fengur að sögn Guðna Guðbergssonar, sviðsstjóra hjá Veiðimálastofnun. „Já, einsdæmin eru alltaf að gerast,“ bætir hann við í gamansömum tóni. 

Hér eru þau Chelsey M. Landry og Niklas Karbowski með hinn kynlega lax. ©mynd/fjarðalax

24. júlí 2014

Kæru veiðimenn,

þið sem enn nennið að fylgjast með veiðitölunum.  Nú er heildarveiðin í þessum 25 gagnagrunnsám okkar alveg við 7000 laxa og vikuveiðin yfir 2000 fiskar, í fyrsta sinn þetta sumarið.  Það gerðist líka í vikunni að fyrsta áin náði yfir 1000 laxa í veiðinni.  Það er Blanda, með 1060 laxa á miðvikudaginn.  Þetta verður að teljast nokkuð gott og aðeins tvisvar hefur Blanda staðið betur á þessum tíma frá og með árinu 2006. 

 

17. júlí 2014

Flutningur höfuðstöðva Fiskistofu til Akureyrar

Landssamband veiðifélaga sendi 17 júní bréf til verkefnastjórnar um flutning Fiskistofu, sjá hér fyrir neðan. 

 

"Eins og kunnugt ef fréttum hefur verið tekin ákvörðun um að flytja höfuðstöðvar Fiskistofu til Akureyrar. Þá liggur einnig fyrir að áfram verður rekin starfsstöð Fiskistofu á höfuðborgarsvæðinu.

 

Landssamband veiðifélaga vill vekja athygli verkefnastjórnar á að miklu skiptir fyrir veiðifélög og veiðiréttareigendur hvar og hvernig stjórnsýslu veiðimála er fundinn staður. LV minnir á að það var að frumkvæði landssambandsins að þessi málaflokkur var fluttur frá Landbúnaðarstofnun til Fiskistofu með lögum nr. 81/2008. Ástæða þess var á meðal annars staðsetning Fiskistofu á höfuðborgarsvæðinu.

17. júlí 2014