21. apríl 2014

Fréttabréf Landssambands Veiðifélaga

Fréttabréf Landssambands Veiðifélaga er komið út. Í fréttabréfinu er meðal annars fjallað um aðalfund LV sem verður haldinn í Vogi á Fellsströnd dagana 13 - 14 júní, úrskurð Skipulagsstofnunar um að fyrirhugað sjókvíaeldi skuli háð mati á umhverfisáhrifum, lagafrumvarp um Fiskræktarsjóð og fleira. Í fréttablaði er einnig að finna fundargerð stjórnarfundar 8. apríl sl.  

Hægt er að sækja fjölbreyttar upplýsingar um starfsemi LV hér á vefnum og þar með talið fréttabréf LV. Hér að finna fundargerðir, ályktanir, umsagnir og fleira undir liðnum Landssamband Vf á vefstiku.

19. apríl 2014

Umsögn um frumvarp til laga um breytingar á ýmsum ákvæðum laga um fiskeldi

Landssamband veiðifélaga sendi 6. apríl bréf til Atvinnuveganefndar með umsögn um frumvarp til laga um breytingar á ýmsum ákvæðum laga um fiskeldi ofl., mál 319. Bréfið er birt hér fyrir neðan að hluta til en bréfið má nálgast í heild sinni, sjá neðst.

 

Landssamband veiðifélaga gerir alvarlegar athugasemdir við að frumvarp þetta var unnið án samráðs við landssambandið sem lögum samkvæmt gætir hagsmuna veiðifélaga. Landssambandið bendir á að í sjókvíaeldi við Ísland er notaður norskættaður lax sem er að mati Erfðanefndar landbúnaðarins framandi stofn í íslenskri náttúru. Villtum laxastofnum er því hætta búin af strokulöxum úr sjókvíum verði sú aukning í sjókvíaeldi sem ráðgerð er. Í greinargerð með frumvarpi þessu kemur fram að ósk um breytingar á lögum um fiskeldi var sett fram af hálfu Landssambands fiskeldisstöðva. Reynt er með frumvarpinu að mæta kröfum greinarinnar um að stytta og einfalda leyfisveitingar til að ala lax í sjókvíum. Ekki er að finna í greinargerð eða fylgiskjölum að skortur á rekstrarleyfum standi greininni fyrir þrifum enda eru í gildi rekstrarleyfi til að framleiða 20.335 tonn af laxi ár hvert, en ársframleiðslan 2013 nam aðeins 3000 tonnum.

13. apríl 2014