Veiðitölur
Smelltu hér til að gerast áskrifandi að angling fréttum

29. maí 2017

Erfðablöndun eldislaxa fækkar stórlöxum

Fræðigrein um erfðafræðileg áhrif eldislax á stofngerð villts lax í norskum ám birtist nýverið í tímaritinu Nature Vistfræði & Evolution. Heiti greinarinnar er „Gene flow from domesticated escapes alters the life history of wild Atlantic salmon”. Rannsóknin sýnir fram á að villtur lax sem orðið hefur fyrir mikilli erfðafræðilegri blöndun frá eldislax breytist verulega. Erfðafræðilegu breytingarnar koma m.a. fram hjá villtum laxahrygnum á þann veg að þær verða kynþroska fyrr og eru smærri en villtar laxahrygnur sem hafa orðið fyrir lítilli eða engri erfðablöndun. 

28. maí 2017

Fréttabréf Landssambands Veiðifélaga

Fréttabréf Landssambands Veiðifélaga er komið út. Í fréttabréfinu er meðal annars fjallað um aðalfund LV sem verður haldinn að Hótel Eddu, Menntaskólanum að Laugarvatni, dagana 9 - 10 júní, Dagsskrá aðalfundar, Kostningu í stjórn LV, Kjör fulltrúa á aðalfund LV,  Lax- og silungsveiðin 2016 bráðabirgðatölur og fl.

28. maí 2017

Byrja á skolun og hreinsun Andakílsár

Fulltrúar Orku náttúrunnar og Hafrannsóknarstofnunar funduðu á föstudaginn um umhverfisslysið sem varð í síðustu viku þegar allt að sex þúsund rúmmetrar af aur og eðju runnu úr lóni Andakílsvirkjunar í Borgarfirði og út í Andakílsá. Talið er að það geti haft veruleg áhrif á laxinn í ánni.
Fluguveiði í Andakílsá
 

20. maí 2017