Veiðitölur
Smelltu hér til að gerast áskrifandi að angling fréttum

20. apríl 2018

Sekt upp á eina milljón yfir ON staðfest

Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið hefur staðfest sekt sem Orkustofnun lagði á Orku náttúrunnar vegna tæmingar á lóni Andakílsárvirkjunar í maí á síðasta ári. Ráðuneytið kemst að þeirri niðurstöðu að framkvæmd við tæminguna hafi verið ólögmæt.
 

Orkustofnun sektaði Orku náttúrunnar, dótturfélag Orkuveitu Reykjavíkur, um eina milljón og taldi að tæmingin hefði átt að vera háð leyfi stofnunarinnar. Starfsmenn ON hafi sýnt af sér verulegt gáleysi við tæmingu lónsins og andvaraleysi með athafnaleysi sínu.  

Aur úr inntakslóni virkjunar í Andakílsá. Skjáskot ©Ruv.is

19. apríl 2018

Vona að nýtt áhættumat styðji eldi í Djúpinu

Von er á nýju áhættumati Hafrannsóknastofnunar vegna erfðablöndunar laxastofna í sumar. Þetta kom fram á fjölmennum íbúafundi í Bolungarvík í gær. Heimamenn vilja að gefið verði grænt ljós á laxeldi í Ísafjarðardjúpi og er bæjarstjórinn í Bolungarvík bjartsýnn á að það verði gert.

 

Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, átti frumkvæði að fundinum, og ræddi við heimamenn um stöðu fiskeldis og stefnu stjórnvalda. Þá fóru stjórnendur Hafrannsóknastofnunar yfir áherslur sínar í málaflokknum og kynntu forsendur fyrir áhættumati vegna erfðablöndunar. 

19. apríl 2018

Sjókvíaeldi verður að hluta niðurgreitt af ríkissjóði

Útgjöld ríkissjóðs til Umhverfissjóðs sjókvíaeldis munu aukast um meira en hundruð milljónir króna samkvæmt nýju frumvarpi um fiskeldi og munu nema 260 milljónum króna á árinu 2020. Sjóðurinn á að greiða fyrir rannsóknir og mat á burðarþoli fyrir laxeldi og því verður atvinnugreinin að hluta niðurgreidd af ríkinu. 
 

17. apríl 2018