16. október 2014

Veiðirétturinn gæti skilað þrefalt meiru

Tekjur Orkuveitunnar af veiðirétti við Þingvallavatn gætu nærri þrefaldast á árunum 2015-2017 ef fyrirtækið tekur tilboði félagsins ION hótel ehf. Félagið, sem rekur lúxushótel við vatnið, bauð 4,57 milljónir króna á ári fyrir veiðiréttinn. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Orkuveitunni. Þar segir að fimm tilboð hafi boðist í réttinn og að verið sé að fara yfir þau.

Urriðar úr Þingvallavatni

 

9. október 2014

Laxveiðin 2014

Laxveiðitímabilinu er nú lokið í flestum ám landsins. Enn er þó veitt í ám þar sem uppistaðan í veiðinni er lax úr sleppingum gönguseiða en þar stendur veiði til 20. október.  Bráðabirgðatölur yfir stangveiði á laxi sumarið 2014 sýna að það veiddust alls um 32.400 laxar (1. mynd). Sú veiði er tæpur helmingur laxveiðinnar í fyrra, 2013, þegar 68.042 laxar veiddust á stöng.  Þetta er um 2.400 löxum minni en veiðin var 2012 (7% minni veiði en þá). Í heild var fjöldi stangveiddra laxa 21% undir langtímameðaltali (40.861). Inni í tölum um laxveiði eru þeir laxar sem upprunnir eru úr sleppingum gönguseiða og einnig þeir laxar sem er sleppt aftur í stangveiði (veitt og sleppt).

Mynd 1. Stangveiði í íslenskum ám frá 1974. Veiðinni er skipt í landaðan afla (blátt), veitt og sleppt (grænt) og veiði úr sleppingum gönguseiða (rautt).

 

6. október 2014

Útgáfa starfsleyfa til sjókvíaeldis

Landssamband veiðifélaga sendi Umhverfisstofnun bréf 6 Október er varðar útgáfu starfsleyfa til sjókvíaeldis, sjá hér fyrir neðan: 

 

Landssambandi veiðifélaga hafa borist  tillögur að starfsleyfi til sjókvíaeldis á regnbogasilungi sem áætlað er að ala í sjókvíum í Önundarfirði, ÍS 47 ehf.  og Ísafjarðardjúpi, Dýrfiskur ehf.

 

Af þessu tilefni vill landssambandið  benda á að nú í vor samþykkti Alþingi veigamiklar breytingar á lögum nr. 71/2008 um fiskeldi.  Þessar breytingar lúta einkum að sjókvíaeldi og upptöku strangra reglna um þá starfsemi.  Í fyrstu grein laganna er nú kveðið á um að eldisbúnaður og framkvæmd í sjókvíaeldi skal standast ströngustu staðla sem gerðir eru fyrir fiskeldismannvirki í sjó.  Í áliti meirihluta atvinnuveganefndar Alþingis er nánar gerð grein fyrir hvernig þessu markmiði skuli náð.  Með ströngustu stöðlum er átt við norska staðalinn NS 9415. 

 

2. október 2014