Veiðitölur
Smelltu hér til að gerast áskrifandi að angling fréttum

29. nóvember 2016

Fréttabréf Landssambands veiðifélaga

Fréttabréf Landssambands Veiðifélaga er komið út. Í fréttabréfinu kemur fram að aðalfundur LV verður haldinn í Menntaskólanum á Laugarvatni (Hótel Edda), dagana 9 - 10 júní. Fundurinn verður með hefðbundnu aðalfundarsniði og verður auglýstur nánar síðar. Í fréttablaðinu er jafnframt fjallað um bráðabirgðatölur um laxveiði sumarið 2016, fundargerð stjórnarfundar og fl.

 

27. nóvember 2016

Áhugaverður þáttur um laxeldi í Noregi

Sjónvarpsþátturinn "Brennpunkt" hjá norska ríkissjónvarpinu NRK fjallaði nýverið um laxeldi og þau áhrif sem sem það hefur í för með sér. Meðal þess sem fjallað er um er laxalús sem herjar á eldislaxinn og hvernig henni er haldið í skefjum með notkun efna og með öðrum lausnum. Fram koma áhyggjur af áhrifum laxalúsa á villta sjóbirtingsstofna og jafnframt eru viðtöl við sjómenn sem telja fiskeldið hafa neikvæð áhrif á innfjarða rækjustofna og fiskistofna.

Sjóbirtingur með laxalús. Mynd skjáskot ©Brennpunkt NRK

18. nóvember 2016

Fiskeldi í sjókvíum II – ný stóriðja í fjörðum og flóum

EINAR JÓNSSON OG ERLENDUR STEINAR FRIÐRIKSSON SKRIFA

 

Í þessari grein verður leitast við að gera grein fyrir birtingarmyndum neikvæðra áhrifa sem gætu verið fylgifiskur þeirra risastóru áætlana, sem lýst var í fyrri grein, um eldi lax af erlendum uppruna í sjókvíum hér við land.

Ekki þarf mikla leit til að finna fjölmargar greinar fræðimanna og skýrslur stjórnvalda í Noregi, Skotlandi, Síle og Kanada af slíkum neikvæðum umhverfis­áhrifum. Norska ríkisendurskoðunin bendir á að markmið um sjálfbærni og umhverfisvernd í tengslum við fiskeldið hafi ekki náðst. Þar sé helst að nefna neikvæð áhrif eldis á villta stofna vegna erfðablöndunar, sjúkdóma og laxalúsar; lífræn og ólífræn mengun frá eldinu hafi neikvæð áhrif á vistkerfin. Norska Hafró og norska Náttúrufræðistofnunin uppfærðu nýlega sameiginlegt áhættumat á umhverfisáhrifum norsks sjókvíalaxeldis. Þar kemur fram að stór hluti þeirra villtu laxa- og sjóbirtingsstofna sem rannsakaður var, er í nokkurri eða mikilli hættu vegna erfðamengunar, laxalúsar eða sjúkdóma frá laxeldi.

Eldislax ©Sumarliði Óskarsson