18. september 2014

Ágætu lesendur.

Nú, að kvöldi þess 17. september, er búið að landa um það bil 20.185 löxum úr gagnagrunnsánum okkar 25.  Vikuveiðin náði 1145 fiskum.  Þessar tölur eru þó ekki alveg áreiðanlegar þar sem ég varð að áætla aflann úr einni ánni.  Ég endurskoða þessar tölur strax og nánari upplýsingar berast. 

 

17. september 2014

Ef skattleggja á veiðileyfi þyrftu aðrar fasteignir að lúta sömu lögmálum

Árleg velta í stangveiði hér á landi er í kringum 20 milljarða króna. Þetta kemur fram í ársskýrslu Veiðimálastofnuna fyrir árið 2013. Um er að ræða útreikninga sem miða við skýrslu Hagfræðistofunar Háskóla Íslands frá árinu 2002 reiknaðar miðað við verðlag dagsins í dag.

Sala veiðileyfa er undanþegin virðisaukaskatti. Hefur verið til umræðu hvers vegna veiðileyfin séu ekki með lágmarksvirðisaukaskatt. Af því myndu hljótast umtalsverðar tekjur í þjóðarbúið. Árni Páll Árnason, formaður Samfylkingarinnar, og Frosti Sigurjónsson, þingmaður Framsóknarflokksins, segja við Vísi í dag að skoða þurfi skattlagningarmálin betur.


10. september 2014

Kæru veiðiáhugamenn.

Nú er vikuveiðin úr gagnagrunnsánum okkar 25 komin niður í 1114 laxa en heilaraflinn hingað til orðinn 19.042 fiskar úr sömu ám.  Margir líkja þessu veiðitímabili við sumarið 2012, enda margt áþekkt bæði árin.  Mér sýnist að heildarveiði 10 september það sumar hafi verið um það bil 450 löxum meiri en nú, sem gæti hugsanlega unnist upp.  Á hitt ber líka að líta að veiðin úr hafbeitaránum þann 10. sept. 2012 var því sem næst 2000 löxum meiri en nú.  Því má með nokkrum rökum halda því fram að sjálfbæri laxinn standi sig betur nú en þá.  Vinsamlegast athugið að þessar tölur eiga aðeins við gagnagrunnsárnar okkar.

Kveðjur.  Þorsteinn.

 

4. september 2014

28. ágúst 2014

24. ágúst 2014