Veiðitölur
Smelltu hér til að gerast áskrifandi að angling fréttum

16. október 2017

Þrjú laxapör flutt á ófiskgeng svæði í von um að þau hrygni

„Við ætlum að reyna að nýta þetta svæði í uppeldi á seiðum,“ segir Esther Guðjónsdóttir, bóndi og formaður Stóru-Laxárdeildar Veiðifélags Árnesinga, sem freistar þess að auka laxgengd í ánni með því að flytja hrygningarlax upp á ófiskgeng svæði. 

Til stóð að flytja tíu laxapör upp fyrir stóran foss til móts við Uppgöngugil í Stóru-Laxárgljúfrum og að ólaxgengu svæði nærri gangnamannaskálanum Helgaskála, sunnan Geldingafells. Leyfi fékkst til að veiða fiskana utan lögbundins veiðitíma á flugu á neðsta veiðisvæði Stóru-Laxár í byrjun október og flytja upp eftir. 


12. október 2017

Urriðadansinn næstkomandi laugardag

Jóhannes Sturlaugsson hjá rannsóknarfyrirtækinu Laxfiskum verður, næstkomandi laugardag 14 október, með árlega fræðslugöngu sína á slóðir ísaldarurriðans i Öxará á Þingvöllum. Fræðslugangan sem gengur undir nafninu Urriðadans og hefst klukkan 14:00 á bílastæðinu (P5) þar sem Valhöll stóð og síðan er gengið með ánni upp undir Drekkingarhyl, sjá nánar hér á heimasíðu Þingvallaþjóðgarðs.

Jóhannes Sturlaugsson með góðkunningja í fanginu. Mynd © Þjóðgarðurinn á Þingvöllum

12. október 2017

Nýjar veiðitölur

Enn eru laxar að veiðast þetta veiðitímabilið en nú eru einungis opnar þær ár sem byggja á seiðasleppingum. Ytri-Rangá er langefst á listanum okkar og er komin í alls 7292 laxa en vikuveiðin var 194 laxar. Eystri-Rangá er í þriðja sæti á listanum en veiðin er komin í alls 2125 laxa og vikuveiðin var 47 laxar. Veiði er enn stunduð í Þverá í Fljótshlíð en þar er veiðin komin í alls 447 laxa og vikuveiðin 11 laxar. Veiði hefur gengið mjög vel í Þverá þetta veiðitímabilið og er þetta mesti fjöldi laxa sem hefur veiðst frá því að fiskrækt hófst. Veiðin nú er orðin 140 löxum meiri en þegar mest veiddist en það var árið 2013 þegar alls 307 laxar veiddust. Veiði er einnig enn stunduð í Affalli í Landeyjum en þar er veiðin komin í alls 192 laxa. 

5. október 2017

27. september 2017