Veiðitölur
Smelltu hér til að gerast áskrifandi að angling fréttum

6. desember 2017

Fréttabréf Landssambands Veiðifélaga

Fréttabréf Landssambands Veiðifélaga kom út 30. nóvember. Í fréttabréfinu er meðal annars fjallað um fyrirhugaðan aðalfund LV sem verður haldinn að Hótel Miklagarði, Sauðárkróki, dagana 8 - 9 júní. Í fréttabréfi er jafnframt að finna fundargerð stjórnar 16 október en þar var fjölmargt tekið fyrir. Má þar nefna afgreiðslu ályktana frá aðalfundi, áhættumat vegna erfðablöndunar, staða mála er varða eldi laxfiska í sjó og fleira. 

2. desember 2017

Vilja ekki baða hrognin úr skítugum eldissjó

Skipulagsstofnun fékk 43 athugasemdir við frummatsskýrslu um stóraukið laxeldi í Berufirði og Fáskrúðsfirði. Loðnuvinnslan í Fáskrúðsfirði óttast að úrgangur frá eldinu mengi sjó sem notaður er í hrognavinnslu og ferðaþjónusta í Berufirði kærir sig ekki um eldiskvíar á vissum svæðum vegna sjónmengunar.

 

21. nóvember 2017

Eiturefnahernaður í Arnarfirði

Hvað á íslenska sauðkindin og eldislax sameiginlegt? Nánast ekkert annað en að vera hluti af dýraríkinu. Sauðkindin fer frjáls ferða sinna um heiðar stóran hluta ársins og borðar náttúrulega fæðu. Eldislaxinn er hins vegar alinn á verksmiðjuframleiddu fóðri, eyðir öllum líftíma sínum í þröngum kvíum og er þar að auki erfðabreytt innflutt norskt aðskotadýr í íslenskri náttúru. Engu að síður kýs Kristján Þ. Davíðsson, framkvæmdastjóri Landssambands fiskeldisstöðva, að bera saman áhrif þessara tveggja tegunda á náttúru landsins, í kveðju sem hann sendir mér síðastliðinn föstudag.